Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

Flökun og fullverkun á ýmsum fisktegundum

Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda við flökun, sem og nýtingu á ýmsum fisktegundum sem veiðast við strendur Íslands.

3D prentun í iðnaði

Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið verður með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja saman FLSUN V400 prentara, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Á þessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.

Brunaþéttingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

Excel í Iðnaði: Formúlur

Á þessu námskeiði er markmiðið að þátttakendur nái betri tökum á Excel töflureikninum, útreikningum og helstu formúlum sem er algengt að styðjast við í iðnaði.

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 15. og 16.maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á bransadögum kynnumst við nýjustu tækni og tólum og boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og vinnusmiðja sem styðja við nýsköpun í iðnaði.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband